background

Bílaleigu og ferðablogg

Bílaleiguskilmálar einfaldaðir

Það er mikið af hugtökum sem þú munt sjá þegar þú leigir bíl. Hér förum við yfir sum af þessum hugtökum með skýringum.

Þegar það kemur að því að leigja bílaleigubíl fyrir þína ferð eru margir hlutir sem þarf að hafa í huga. Hjá Orbit Car Hire höfum við gert bókunarferlið til að bóka bílaleigubíl einfalt og þægilegt. Með því að bjóða upp á vel valdar bílaleigur um allan heim höfum við möguleika á að bjóða upp á lág verð og gæða þjónustu.

Að leigja bílaleigubíl hjá Orbit Car Hire er einföld leið fyrir ferðalagið þitt.

Okkur langar að viðskiptavinir okkar geti leigt sér bílaleigubíl í einföldum skrefum með góðum tryggingum sem henta best fyrir hverja ferð. Við höfum sett mikinn kraft í að gera þessi markmið að veruleika með rannsóknum og okkar reynslu á bílaleigu markaðnum.

 

Collision Damage Waiver (Kaskótrygging)

Kaskótrygging oft þekkt sem Collision Damage Waiver er trygging sem nær yfir ökutækið í tilviki tjóns á sama hátt og þú tekur fyrir þinn einkabíl. Kaskótrygging kemur með sjálfsáhættu sem þýðir að það hafi ákveðna hámarks upphæð sem er greidd ef það verður tjón á bílnum. Sjálfsáhættan getur verið mismunandi milli bílaleiga sem og landa. Þú getur fundið allar upplýsingar varðandi sjálfsáhættu frá bílaleigunum í bókunarferlinu undir „Leiguskilmálar“. Þar höfum við sett upphæðir sem fylgir hverri bílaleigu.

 

Third Party Liability (Ábyrgðartrygging þriðja aðila) 

Öll lönd hafa tryggingarupphæð þriðja aðila sem er sett upp samkvæmt lögum hvers lands. Ábyrgðartrygging þriðja aðila er nauðsynleg fyrir alla til að hafa leyfi til þess að keyra og nær yfir hugsanleg tjón á fólki og/eða eignum annarra. Þessi trygging er vanalega takmörkuð með upphæð sem er breytileg milli landa og bílaleiga. Ef tjónið er hærri en þessi upphæð er viðskiptavinurinn ábyrgur fyrir þeirri upphæð sem er hærri en sú upphæð sem sett var upp með tryggingunni. Hægt er að sjá þessa upphæð á heimasíðu okkar, þær eru að finna undir „Leiguskilmálar“ í bókunarferlinu hjá hverju tilboði.

 

Theft Protection (Þjófnaðarvernd)

Þjófnaðarvernd er trygging sem býður upp á vátryggingu ef ökutækinu yrði stolið. Hver bílaleiga hefur sína sjálfsáhættu fyrir Þjófnaðarvernd, svo ef ökutækinu yrði stolið þarft þú aðeins að greiða fyrir sjálfsáhættuna sem er skilgreind í skilmálum hjá bílaleigunni.

 

Security Deposit (Tryggingargjald) 

Þegar þú leigir bíl mun bílaleigan taka tryggingargjald á kreditkort þitt á meðan þú ert með bílinn í leigu. Hver bílaleiga fer fram á mismunandi upphæð sem tekin er sem tryggingargjald. Þú getur auðveldlega fundið þessa upphæð þegar þú bókar bíl hjá Orbit Car Hire. Á meðan þú skoðar tilboðin getur þú ýtt á „Leiguskilmálar“ og þar getur þú fundið hversu hátt tryggingargjald er tekið hjá hverri bílaleigu fyrir sig.

 

Aukahlutir 

Þú getur bókað ýmsa aukahluti fyrir fram þegar þú velur þér bílaleigubíl hjá Orbit Car Hire, allt frá auka bílstjóra að barnastóls. Allir aukahlutir sem eru valdir hjá Orbit Car Hire eru greiddir þegar bílinn er sóttur. Það er einnig hægt að velja aukahluti þegar það er bílinn er sóttur.

 

Fuel Policy (Eldsneytisreglur)

Vinsælasta eldsneytisreglan er fullur/fullur tankur. Það þýðir að þegar þú sækir bílaleigubílinn munt þú fá hann afhentan með fullan eldsneytistank og þarft að skila honum til baka fullum. Þú getur einnig fundið sami/sami tankur, sem þýðir að þú skilar bílnum með sama magni af eldsneyti og þú fékkst hann. Þú getur síað eldsneytisreglurnar undir „Fuel Policy“ þegar þú skoðar bílaleigutilboðin hjá Orbit Car Hire. Þetta er einnig skilgreint undir skilmálum í bílaleigusamningnum hjá bílaleigunum.

 

Premium Coverage

Premium Coverage er valfrjáls þjónusta hjá Orbit Car Hire sem, ef hún er samþykkt, nær yfir þína fjárhagslegu ábyrgð fyrir tjóni eða þjófnaði á leigðum bílaleigubíl. Þetta er ekki trygging hjá bílaleigunni sem lækkar sjálfsáhættuna, heldur trygging sem endurgreiðir þér ef bílaleigan rukkar þig fyrir tjón eða þjófnað. Með þessum valmöguleika munt þú fá endurgreiðslu fyrir allt að 3000 evrur. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að lesa skilmála og skilyrði eða með því að hafa samband við okkur hjá Orbit Car Hire.

 

Mileage Policy (Kílómetraregla)

Flest öll tilboðin okkar hafa innifalinn ótakmarkaðan kílómetra fjölda, en í sumum tilvikum getur þú fundið tilboð sem bjóða upp á takmarkaða ekna kílómetra. Takmarkaðir kílómetrar á við um að bíllinn getur aðeins verið ekinn ákveðna kílómetra án aukagjalds. Ótakmarkaðir kílómetrar á við um að það eru engin takmörk á kílómetrum sem þú getur ekið, svo verðið á bílaleigubílnum mun ekki breytast miðað við hversu mikið er ekið. Ótakmarkaði kílómetrafjöldinn er oftast innifalinn í verðum hjá okkur. Þú getur séð í skrefi tvö í bókunarferlinu að ótakmarkaðir kílómetrar eru innifaldir í þinni bókun.

 

Road Assistance (Vegaðstoð)

Vegaðstoð er þjónusta sem bílaleigan býður uppá. Þetta er þjónusta sem mun hjálpa þér ef þörf er á þegar þú ferðast um á bílaleigubílnum þínum. Við mælum með því að þú spyrjir bílaleiguna þína um þeirra vegaðstoð þegar þú sækir bílinn þinn. Þetta mun hjálpa þér að skilja ferlið ef um bilun eða önnur óvænt tilfelli sem geta komið upp við akstur.

Bílaleigu og ferðablogg

tengdar greinar

+ Skoða allt